Prentmet Logo

Fréttir

Börnin í Háaleitisskóla unnu vel með Ýmu í dag

Verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti hefur ákveðið að helga 8. nóvember ár hvert baráttunni gegn einelti. Slíkur baráttudagur var fyrst haldinn árið 2011 og markmiðið með deginum er og var að vekja sérstaka athygli á málefninu.

 

Börnin í 1. bekk Háaleitisskóla Álftamýri unnu vel með verkefnið „Ýma tröllastelpa“ í dag hjá kennara sínum Kristínu Björgu Knútsdóttur. Börnin fengu, eins og önnur í 1. bekk, gjöf frá Prentmeti með Olweusaráætlunina í huga, sem er forvörn í eineltismálum.

 

Hérna á myndunum má sjá börnin vinna með bókina með aðstoð kennara síns. Þau fengu síðan að fara með bókina heim til þess að lesa með foreldrum sínum.

 

Nánar má lesa um dag gegn einelti hér: http://www.gegneinelti.is/dagur-gegn-einelti/dagurinn/

 

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson