Prentmet Logo

Fréttir

Vissir þú af þessu ferðalagi?

Prentmet hefur prentað glæsilega matreiðslubók sem ber nafnið „Ferðalag um Fiskifélagið“ eftir veitingamennina Ara Þór Gunnarsson og Lárus Gunnar Jónasson hjá veitingastaðnum Fiskifélaginu sem nú fagnar fimm ára afmæli. Jens Norgaard Offersen sá um hönnun og umbrot, Kristinn Magnússon sá um ljósmyndun og Þorbjörn Svanþórsson sá um fortexta. Í þessari bók afhjúpar Fiskifélagið sína bestu og vinsælustu rétti í einni matreiðslubók, sem fólk getur útbúið heima við. Bókin inniheldur mikið af íslensku hráefni sem kryddað er með alls kyns bragði og pælingum víðs vegar að úr heiminn og síðan er sér kafli sem er tileinkaður Íslandi. Mikið hefur verið lagt upp úr réttum sem höfða til sem flestra og innihalda þeir meðal annars kjöt, fisk og grænmeti, ásamt sælkera-eftirréttum. Öllu er því skipt upp á skemmtilegan hátt, líkt og gert er á matseðli Fiskfélagsins.

 

 

Ari segir að meira standi á bakvið nafn veitingastaðarins og hefur bókin þess vegna að geyma rétti sem höfða til allra:

 

„Þó svo að nafnið gefi það sterklega til kynna þá erum við alltaf með kjötrétti á matseðlinum, sem er einnig hægt að finna í bókinni okkar.Við leggjum mikið upp úr því að hafa góða kjötrétti því það eru einfaldlega ekki allir sem borða fisk. Einnig setjum við alltaf mikla vinnu og hugsun í grænmetisréttina okkar, en grænmetisréttir gleymast oft hjá veitingastöðum.“

 

„Bókin bíður upp á marga fjölbreytta rétti fyrir fagurkera og þeir sem vilja fara á framandi slóðir geta sótt innblástur úr mörgum hugmyndum. Ásamt fjöldanum öllum af réttum sem bókin bíður uppá er einnig hægt að fara mun framandi leiðir. Hægt er að setja saman skemmtilegar hugmyndir úr mismunandi réttum og eru möguleikarnir endalausir ef hugmyndaflugið er látið reika. Ari segir að það þurfi ekki endilega að fara nákvæmlega eftir bókinni.“

 

„Gaman er að leika sér og fikra sig áfram. Smekkur fólks er misjafn þegar það velur hvað því finnst henta saman og hvað er í meira uppáhaldi en annað. Réttirnir í bókinni eru flottir veitingastaðaréttir, en á sama tíma er mikið af uppskriftum sem auðvelt er að gera heima og hægt að aðlaga að ýmsum aðstæðum.“

 

„Við hjá Fiskfélaginu leggjum mikið upp úr því ná fram góðri stemningu og gerir bókin það að verkum að þú getur upplifað hana heimavið, segir Ari að lokum.“

 

„Í bókinni má finna 50-60 rétti ásamt fallegum matamyndum sem veita innblástur. Bókin er tilvalin fyrir matarboðið eða fyrir þá einstaklinga sem vilja prófa sig áfram í eldhúsinu.“

 

 

Bókina má nálgast hjá Fisfélaginu og í bókabúðunum Iðu, Mál og menningu og Eymundsson.

 

 

Við í Prentmet óskum Fiskfélaginu til hamingju með glæsilega bók og góðan stað.

 

ferdalag um fiskfelagid

 

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson