Prentmet Logo

Fréttir

Prentmet mótaröð FRÍ 2014

Prentmet er einn aðal styrktaraðili Frjálsíþróttasambands Íslands / FRÍ . Í sumar er búin að vera Prentmets mótaröð hjá FRÍ. 
 
Mótaröðin er röð opinna frjálsíþróttamóta þar sem fremstu frjálsíþróttamenn landsins hafa verið í eldlínunni. Frjálsíþróttafélögin í landinu hafa lagst á við eitt gera mótin sem allra skemmtilegust og eftirtektarverðust með því að hvetja sitt besta fólk til þátttöku.  Mótin eru sex talsins og eru fjögur þeirra á höfuðborgarsvæðinu eitt á Selfossi og annað á Akureyri.  Skipulagning og framkvæmd hvers móts er í höndum félagsins á svæðinu en þó í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands.
 
Mynd fengin af vef Frjálsíþróttasambands Íslands fri.is

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson