Prentmet Logo

Fréttir

Vissir þú af þessari einstöku landkynningu?

Útgáfufélagið Jarðsýn ehf. á Selfossi hefur gefið út glæsilega ljósmyndabók sem ber nafnið „Yfir Íslandi“ og er hún með alls 128 litljósmyndir eftir Björn Rúriksson sem er unnin í Prentmeti. Björn Rúriksson sá um myndatökur, textagerð, hönnun og umbrot. Litmyndir prentmiðlun sá um litgreiningar. Prentmet sá um prentun og bókband. Í bókinni eru einnig fáeinar myndir eftir Birki Örn Björnsson og Rúrik Karl Björnsson, syni Björns. Bókin er prentuð í 8.000 eintökum og er á sex tungumálum þ.e. íslensku, ensku, frönsku, þýsku, kínversku og rússnesku . Bókin er mjög vönduð og prentuð á Magno Satín í hágæðaprenti. Starfsfólk Prentmets óskar öllum sem komu að þessari bók til hamingju með útkomuna og hún á eftir að gleðja marga bæði hérlendis og erlendis ásamt því að vera gríðalega góð landkynning.

 

Björn er mjög ánægður með allt samstarf við fólkið hjá Prentmeti. Það er flókið að vinna verk á svona mörgum tungumálum, og mikillar aðgæslu og nákvæmni þarf við. Mikill áhugi og metnaður hafi verið fyrir verkinu. Björn þakkar öllum kærlega fyrir allt þetta góða starf.

 

 

Í kápu bókarinnar segir:

 

„Óvenjuleg og heillandi sýn birtist lesandanum á síðum þessara bókar. Eins og heiti hennar ber með sér er Ísland skoðað ofan frá. Skoðandanum, sem þekkir marga eða flesta staðina á landi, er gefið tækifæri til að sjá þá með öðrum augum og í nýju ljósi. Allar myndir í bókinni eru teknar úr lofti og er þetta fyrsta bók um Ísland þar sem landið er skoðað frá þessu sjónarhorni á jafn yfirgripsmikinn hátt. Þegar horft er yfir landið ofan frá er mun auðveldara að setja jarðsögulega vitneskju í samhengi og sjá fyrir sér orsök og afleiðingu en þegar umhverfnið er skoðað á jörðu niðri.

 

Bókinni er ætlað að sýna litbrigði náttúrunnar og jafnframt er gerð tilraun til að varpa ljósi á sköpunarsögu landsins eins og hún kemur bókarhöfundi fyrir sjónir. Ísland er jarðsögulega mjög nýtt land, svo ungt að jafna má því við hvítvoðung þegar aldur nágrannalandanna er hafður í huga. Þrátt fyrir þett er Ísland á hinn bóginn ævagamalt land, hvort sem aldur þess er borinn saman við mannsævina eða ellefu aldir Íslandssögunnar. Ef aldri Íslands, eftir að það reis úr sæ, væri líkt við einn sólahring, þá hefði öll Íslandssagan gerst á síðustu sex sekúndum þess sólarhrings. Ef aldri landsins væri líkt við heilt ár, væri aðeins rúmur hálftími frá upphafi landnáms.

 

Með skírskotun til þessara staðreynda er landið víðast hvar sýnt ósnortið og við sjáum það fyrir okkur áður en maðurinn kom til sögunnar – líkt og það var í árdaga.

 

 

yfirislandi 1

 

yfirislandi 2

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson