Prentmet Logo

Fréttir

Íslenskt gæðasalt í útrás

Saltverk eru viðskiptavinir Prentmets og hafa verið það frá stofnun fyrirtækisins. Saltverk er nú á sínu þriðja heila rekstrarári og hafa vaxið og dafnað frá upphafi. Upphaflega framleiddum við umbúðir þeirra sem ætlaðar voru innanlandsmarkaði. Vörur Saltverks eru fáanlegar í flestum matvöruverslunum. Í fyrra hófu Saltverk útflutning og á árinu 2014 er áætlað að 65% af veltu fyrirtækisins komi til vegna útflutings.

 

"Prentmet hefur stutt vel við okkar nýsköpunarfyrirtæki með ráðgjöf og sveigjanleika í allri þjónustu." segir Björn Steinar Jónsson, saltari. Saltverk er spennandi fyrirtæki sem verður gaman að fylgjast með næstu árin.

 

Á myndunum er hægt að sjá glæsilegu "Salt in a box" öskjurnar frá Saltverk.

 

Þú getur skoðað úrvalið þeirra á vefnum www.saltverk.com

 

Sallt in a box Salt in a box

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson