Prentmet Logo

Fréttir

Ingibjörg Guðmundsdóttir viðskiptastjóri fer að leita að steininum helga

Föstudaginn 30. maí lét Ingibjörg Guðmundsdóttir viðskiptastjóri Prentmets af störfum eftir langt og farsælt starf í prentgeiranum. Hún er orðin 67 ára og ætlar að fara njóta daganna. Ingibjörg hóf störf hjá Prentmeti vorið 2007 þegar Prentmet keypti af henni og systur hennar Guðrúnu Guðmundsóttur rekstur Prentsmiðju Hafnarfjarðar.

Reksturinn var færður yfir á Lyngháls 1 í höfuðstöðvar Prentmets. Stofnendur Prentsmiðju Hafnarfjarðar var faðir þeirra Guðmundur Ragnar Jósefsson og Steinunn Guðmundsdóttir. Ótrúlegt en satt þá heita hjónin og eigendur Prentmets nánast sömu nöfnum það er Guðmundur Ragnar og Ingibjörg Steinunn. Systurnar Guðrún og Ingibjörg lokuðu Prentsmiðju Hafnarfjarðar formlega 4. apríl sem fyrir algjöra tilviljun er stofndagur Prentmets árið 1992. Faðir þeirra systra, Guðmundur Ragnar dó 18. ágúst 1962 sem er afmælisdagur Guðmundar Ragnars framkvæmdastjóra og eiganda Prentmets.

 

Starfsfólk Prentmets þakkar Ingibjörgu fyrir farsælt og gott samstarf.

 

 

Hópurinn í kveðjukaffi Ingibjargar.

 

Ingibjörg Steinunn ásamt Ingibjörg Guðmundsdóttur.

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson