Prentmet Logo

Fréttir

Rafhlöðukassinn frá PrentmetRafhlöðukassi PrentmetsUmhverfismál varða okkur öll og því höfum við hjá Prentmet útbúið förgunarkassa fyrir ónýtar rafhlöður.

 

Notaðar rafhlöður eru mikill mengunarvaldur í jarðvegi og því mikilvægt að þeim sé ekki hent með venjulegu heimilissorpi. Endurvinnslustöðvar, söfnunarstöðvar sveitarfélaga og bensínstöðvar taka á móti ónýtum rafhlöðum. Það kostar ekkert að skila rafhlöðum inn til úrvinnslu.

 

Ef þú vilt vita meira um úrvinnslu á ónýtum rafhlöðum mælum við með grein á vefsíðu úrvinnslusjóðs: http://bit.ly/1kGHvJD

 

Kassanum hefur verið dreift til fyrirtækja á Íslandi og hægt er að nálgast fleiri kassa hjá okkur í síma 5600600 eða með því að senda tölvupóst á  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

 

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson