Prentmet Logo

Fréttir

Árshátíð starfsmannafélags Prentmets 2014

Starfsmannafélag Prentmets hélt árshátíð sína á Hótel Sykkishólmi laugardaginn 29. mars sl. og tókst hún mjög vel. Hawaii-stíll var yfir hátíðinni, bæði í skreytingum og klæðaburði árshátíðargesta. Fulltrúar í stjórn starfmannafélagsins sáu um veislustjórn og að skemmta fólki.

Árshátíðargestir fengu óvænt og frábært skemmtiatriði þegar 70 manna Karlakór Reykjavíkur birtist og söng nokkur lög fyrir gestina við mikinn fögnuð. Kórfélagar höfðu verið í æfingaferð í Stykkishólmi og voru svo dásamlegir að gleðja okkur með fallegum söng. Fyrirtækið þakkar Karlakór Reykjavíkur fyrir frábært innlegg á árshátíðina og óskar honum góðs gengis.

Fyrir tíu árum tóku nokkrir starfsmenn í fyrirtækinu sig saman og stofnuðu Prentfilmuna sem hefur haft það aðalverkefni að gera myndband á léttum nótum um starfsfólk og starfsemi fyrirtækisins og sýnt á árshátíðum. Myndböndin hafa alltaf verið mjög metnaðarfull og skemmtileg og verið hápunktur á árshátíðum. Þar sem þetta var 10 ára afmæli Prentfilmunnar þótti við hæfi að klippa saman valda búta úr myndböndum síðustu ára og sýna á hátíðinni.

Hvorki fleiri né færri en 5 manns fengu starfsaldursviðurkenningu á árshátíðinni.
Eigendur og forsvarsmenn fyrirtækisins veittu starfsmönnunum viðurkenninguna og veglega gjöf frá fyrirtækinu.
Hér má sjá nöfn og myndir af þeim starfsmönnum sem fengu starfsaldursviðurkenningu að þessu sinni:

10 ár

gunnar

Gunnar Þór Halldórsson

helgi

Helgi Þór Guðmundsson

gunnarolafsson

Gunnar Ólafssson

 


20 ár

sigga

Sigríður Friðjónsdóttir

emma

Emma Kristín Guðnadóttir (kom frá Prentsmiðju Suðurlands sem PM keypti 2006 og er nú Prentmet Suðurlands )

50 ár

valdimar

Valdimar Bragason (kom frá Prentsmiðju Suðurlands sem PM keypti 2006 og er nú Prentmet Suðurlands)

 

Árshátíð 2014
Árshátíð 2014
Árshátíð 2014
Árshátíð 2014
Árshátíð 2014
Árshátíð 2014
Árshátíð 2014
Árshátíð 2014
Árshátíð 2014
Árshátíð 2014
Árshátíð 2014
Árshátíð 2014
Árshátíð 2014
Árshátíð 2014
Árshátíð 2014
Árshátíð 2014
Árshátíð 2014
Árshátíð 2014
Árshátíð 2014
Árshátíð 2014

 

 

 

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson