Prentmet Logo

Fréttir

Hver er þín hughneigð/litur ?

Starfsmenn Prentmets fengu stórskemmtilegan fyrirlestur um „Litróf hughneigðar“ mánudaginn 7. mars. Fyrirlesari var Ingvar Jónsson framkvæmdastjóri Profectus.

 

Ingvar skiptir persónum upp í fjóra liti þ.e. blár sem er mjög rökrænn einstaklingur, gulur mjög skapandi, grænn mjög hagsýnn og rauður mjög félagslyndur og leikinn í samskiptum. Fyrirlesturinn gekk út á að þátttakendur skilji betur litróf mannlegrar hegðunar, læri að skilja betur sjálfan sig og aðra. Af hverju á grænn starfsmaður erfitt með að umbera gulan? Af hverju finnst rauðum einstaklingi blár vera fjarlægur og kaldur?

 

Allt sem við gerum byrjar í heilanum - það hvernig við hugsum, bregðumst við öðrum, tökum ákvarðanir, eigum samskipti, veljum okkur störf, stjórnum fólki og ölum upp börnin okkar - það veltur allt á því hvernig við hugsum! Og við hneigjumst öll til að hugsa á ákveðna vegu. Sumir leggja áherslu á staðreyndir, aðrir leita eftir tengslum. Sumir eru gefnir fyrir smáatriði, aðrir vilja sjá heildarmyndina.

 

Þó að „hughneigðir“ okkar geti stundum verið gagnlegar við ákveðnar aðstæður geta þær einnig dregið úr getu okkar til að starfa vel og markvisst. Til að við getum orðið skilvirkari – bæði persónulega og í atvinnulífinu - þurfum við að skilja hughneigðir okkar betur.

 

heilraenhugsun

Ingvar Jónsson, framkvæmdastjóri Profectus.

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson