Prentmet Logo

Fréttir

Prentmet tekur þátt í MOTTUMARS

Prentmet tekur þátt í átakinu Mottumars og verður með vefborða Mottumars á vefsíðu sinni, tölvupóstum og í þeim miðlum sem fyrirtækið gefur út sem er Fréttabréfið Dagskráiin, DFS.is og Póstinum. Hópur karlmanna lætur á sig vaxa skegg til þess að sína átakinu samstöðu.

 

Þá er það þessi tími ársins. Mál að setja rakvélina í lága drifið og byrja að rækta sína efri vör. Mottumars er handan við næstu mánaðamót.

 

Eins og þú veist vonandi þá er Mottumars tákn Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameini hjá karlmönnum. Sem er stöðug og erfið barátta, því árlega greinast fleiri en 700 karlmenn með krabbamein á Íslandi — synir, bræður, pabbar, afar, vinir og makar. Og allir hinir.

 

Krabbamein á ekki að vera feimnismál. Mottan er táknræn, hún minnir okkur á að ræða þessi mál og um leið fá menn til að hugsa um heilsuna. Því er um að gera að safna í góða og hraustlega mottu, heita á menn og málefni og sýna samstöðu.

 

Mottumars 2014

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson