Prentmet Logo

Fréttir

Bókin Snorri á Fossum

Fyrir jólin kom út bókin Snorri á Fossum eftir sagnarmanninn Braga Þórðarson. Bókaútgáfan Salka gaf bókina út og Prentmet sá um prentun og bókband. Bókin er fróðleg og bráðskemmtileg um ævisögu Snorra Hjálmarssonar sem hefur einstaka hæfileika og jákvæða lífssýn og ávallt reiðubúin að rétta náunganum hjálparhönd.

 

„Snorri á Fossum er að góðu kunnur. Borgfirðingar þekkja hann sem dugandi bónda, hestamann, gleðimann og leikara, en á undanförnum árum hefur hann orðið lands­þekktur söngvari og „hjálpari“. Með því er átt við hæfileika Snorra til að koma öðrum til aðstoðar með ýmsum hætti. Hann getur fundið vatn í jörðu með spáteinum, hann sér óorðna hluti og veitir hjálp í veikindum og annars konar erfiðleikum með stuðningi frá öðrum heimi.“

 

 

snorri a fossum 1

 

snorri a fossum 2

 

 

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson