Prentmet Logo

Fréttir

Sannkallaður jólaandi ríkti hjá Bókaútgáfunni Sölku og Prentmeti

Forsvarsmenn Bókaútgáfunnar Sölku áttu, ásamt þremur rithöfundum, ánægjulega jólaheimsókn með góðgæti föstudaginn 13. desember sl. Prentmet hefur prentað helstu sölubækurnar fyrir Sölku; það er Matargleði Evu, Brauð og eftirrétti Kristu, Tískubókina eftir Evu Dögg og núna var að klárast bókin um Snorra á Fossum.

 

Heimsóknin var mjög skemmtileg og rithöfundarnir Eva Laufey og Krista komu með smakk af réttum úr bókum sínum til þess að leyfa starfsmönnum að njóta. Eva gaf okkur í Prentmeti síðan góð tískuráð. Hildur Hermóðsdóttir, framkvæmdastjóri Sölku, lýsti ánægju sinni með gott samstarf við Prentmet og tók fram að hún væri alsæl með útkomuna á bókunum sem við höfum unnið fyrir þær. Lagði áherslu á að allt hafi staðist, bæði gæðin og tíminn sem fór í verkið. Jákvætt að allt sé framleitt á Íslandi, frá hugmynd að fullunnu verki. Bækurnar þeirra seljast allar vel og það hefur þurft að endurprenta þær flestar. Heimsóknin endaði síðan í jólakaffi með öllum starfsmönnum sem nutu þess að fá að smakka þessar ljúffengu uppskriftir. Sannkallaður jólaandi ríkti í Prentmeti.

 

Fyrirtækið bauð starfsmönnum sínum í jólakaffi og færði þeim gjafir frá fyrirtækinu. Allir sungu „Nóttin var sú ágæt ein“ undir stjórn Ara Jónssonar prentara og söngvara.

 

 

salka 1

 

salka 2

Hildur Hermóðsdóttir, framkvæmdastjóri Sölku, þakkar Prentmet fyrir vel unnin störf.

 

salka 3

María Krista kom með smakk úr bókinni sinni.

 

salka 4

Eva Laufey kom með muffins.

 

Ari Jónsson stjórnar hópsöng

Ari Jónsson, prentari og stórsöngvari, stjórnar hópsöng.

 

Jólagleði Prentmets 

 

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson