Prentmet Logo

Fréttir

Nýprentuð bók með girnilegum uppskriftum án sykurs, gers og glúteins

Bókaútgáfan Salka hefur gefið út glæsilega bók eftir ástríðukokkinn Maríu Kristu Hreiðarsdóttur um lágkolvetnamataræði. Prentmet sá um prentun og bókband. María Krista sá um exta, myndir, umbrot og hönnun. Þessi bók er full af girnilegum uppskriftum að uppáhalds brauð- og eftirréttum höfundar sem eru, ótrúlegt en satt, sykur-, hveiti-, ger- og glútenlausir.

 

„Hér sýnir Krista að sætindi og eftirréttir þurfa alls ekki að vera bragðlausir og óspennandi þótt í þá vanti allan sykur, ger og hveiti. Auðveldir, fljótlegir og gómsætir eftirréttir; kökur, konfekt og brauðréttir – bæði í veisluna, nestistöskuna, barnaafmælin og saumaklúbbinn. Brauð og eftirréttir Kristu er jafnt fyrir þá sem vilja fylgja lágkolvetnamataræði og þá sem berjast við sykursýki og bólgusjúkdóma, hafa greinst með glútenóþol eða vilja takmarka neyslu á hvítum sykri og sterkju í mataræði sínu.“ (Salka bókaútgáfa). Þessi bók er kærkomin í jólapakkann. Starfsfólk Prentmets óskar Maríu Kristu og Sölku bókaútgáfu til hamingju með þessa góðu bók.

 

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson