Prentmet Logo

Fréttir

Prentmet í tískunni

Komin er út Tískubókin – Í stíl við þig eftir Evu Dögg Sigurgeirsdóttur. Útgefandi er Salka bókaútgáfa. Prentmet sá um alla prentun og bókband. Ritstjóri er Halla Bára Gestsdóttir, Elsa Nielsen sá um myndskreytingar, hönnun og umbrot og Gunnar Sverrisson um ljósmyndir.

 

Samkvæmt Sölku bókaútgáfa þá er þessi ,,bók fyrir konur, dætur, mömmur og ömmur! Lögð er áhersla á að konur finni sinn eigin stíl sem hentar þeim og skapar vellíðan. Hér er skrifað á léttum nótum en gefnar alvöru leiðbeiningar og ráð sem virka.

Í þessari aðgengilegu og bráðskemmtilegu bók gefur Eva Dögg Sigurgeirsdóttir einföld ráð sem auðvelda konum að lesa í tískuna og spara tíma og peninga. Bókin byggir á reynslu hennar sem fagmanneskju á vettvangi tískutengdra málefna, og leggur hún höfuðáherslu á að konur læri að skapa sér sinn eigin stíl sem hentar útliti þeirra og líkamsbyggingu. Sjálfsöryggi og vellíðan byggist ekki síst á því að skapa sína eigin ímynd. Bókin er hvetjandi og persónuleg, skrifuð á léttum nótum og sýnir ótal dæmi sem allar konur þekkja“.

 

Starfsfólk Prentmets óskar Evu Dögg og Sölku bókaútgáfu til hamingju með þessa stílhreinu, glæsilegu og vel lukkuðu bók sem verður örugglega eftirsótt í jólapakkann í ár.

 

 

tiskubokin 1

 

tiskubokin 2

 

 

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson