Prentmet Logo

Fréttir

Bók sem lífgar upp á tilveruna og matarboðið

 Út er komin bókin „Matargleði Evu“ eftir Evu Laufeyju Kjaran Hermannsdóttur sjónvarpskonu og matarbloggara. Bókin er gefin út af Sölku forlagi og Prentmet sá um prentun og bókband. Eva Laufey sá um textagerð og ljósmyndatökur í bókinni. Bókin er hin glæsilegasta og er kærkomin í jólapakkann í ár.

 

Matargleði Evu ber svo sannarlega nafn með rentu, því í bókinni fara saman girnilegur matur og persónuleg stemning þar sem hver biti minnir okkur á gildi þess að njóta lífsins við matarborðið. Í bókinni töfrar Eva fram rúmlega 80 uppskriftir að gómsætum og fjölbreyttum mat við öll tækifæri.“ samkvæmt vef Sölku forlags.

 

Starfsfólk Prentmets óskar Evu Laufey og Sölku forlagi til hamingju með gullfallega bók sem lífgar upp á tilveruna og matarboðið.

 

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir matarbloggari

 

Opna úr bókinni hennar Evu

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson