Prentmet Logo

Fréttir

Fyrsta íslenska fyrirtækið sem tekur upp Olwusarverkefnið gegn einelti

Prentmet er fyrsta íslenska fyrirtækið sem tekur upp eineltisáætlun samkvæmt Olweusarverkefninu gegn einelti.

  

Áætlunin var tekin formlega upp 8. nóvember sem er baráttudagur gegn einelti. Það hefur alltaf verið í starfsmannastefnu Prentmets að starfsmenn sýni samstarfsfólki sínu kurteisi og virðingu í samskiptum. Einelti og kynferðisleg áreitni verður undir engum kringumstæðum umborin á vinnustaðnum. Meðvirkni starfsmanna í einelti er fordæmd. Að vinna gegn einelti og að bættum brag er hluti starfsmannastefnu fyrirtækisins. Mikilvægt er að starfsfólk upplifi alltaf að það sé öruggt í fyrirtækinu. Þorlákur Helgason framkvæmdastjóri Olweusarverkefnisins gegn einelti hefur komið að þjálfuninni og aðstoðað við gerð áætlunarinnar. Stofnað hefur verið teymi og hlutverk þess er m.a. að vera skrefi framar, efla þekkingu, skilgreina, aðstoða og hvetja starfsmenn, veita eftirlit og að meta árangur. Teymið samanstendur af mannauðsstjóra/yfirstjórnanda, trúnaðarmönnum, fulltrúa starfsmannafélagsins og deildarstjórum.

 

Hér getur þú kynnt þér eineltisáætlun Prentmets.

Hér getur þú hlustað á viðtal Í bítið á Bylgjunni við Ingibjörgu Steinunni Ingjaldsdóttir, annar eigenda Prentmets. Hefst á mínútu 23:30

  

Fyrirtækið hefur látið sig einelti varða í samfélaginu og hefur, frá árinu 2002, gefið öllum 6 ára börnum bókina „Ýma tröllastelpa“ sem er verkefni sem Prentmet gefur út í samstarfi við Olweusaráætlunina. Höfundur Ýmu tröllastelpu er Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir starfandi stjórnarformaður Prentmets. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að vekja alla til umhugsunar um hve mikilvægt það er að öll börn þori að vera - og geti verið - þau sjálf. Einnig að þau njóti sín í leik og starfi á eigin forsendum. Það er sama með fullorðna fólkið og börnin - okkur þarf að líða vel í okkar vinnuumhverfi svo að við njótum okkar og í leik og starfi.

 

Lesa meira um Ýmu tröllastelpu hér.

 

 

Eineltisteymi Prentmets

Eineltisteymi Prentmets ásamt Þorláki Helgasyni.

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson