Prentmet Logo

Fréttir

Til hamingju SÍBS

Prentmet hefur unnið glæsirit fyrir SÍBS sem kom út núna í október og heitir ,,Sigur lífsins – SÍBS í 75 ár“. Prentmet sá um alla prentun og bókband. Höfundur bókarinnar er Pétur Bjarnason og myndastjóri Jóhannes Long. Ritnefnd skipuðu Björn Ólafur Hallgrímsson formaður, Auður Ólafsdóttir og Davíð Gíslason. Núna í október á SÍBS 75 ára afmæli og í tilefni þess kom bókin út.

 

Samkvæmt fréttatilkynningu frá SÍBS þá spannar sagan drjúgan hluta heilbrigðissögu íslensku þjóðarinnar, en byrjar vitaskuld á baráttunni við berklana – hvíta dauðann – sem herjaði á landsmenn fram eftir síðustu öld. Rakin er 75 ára vegferð samtakanna með tilkomu Reykjalundar, Happdrættis SÍBS, Múlalundar, Öryrkjabandalags Íslands, HL-stöðvanna og fleiri stofnana sem SÍBS hefur átt þátt í að stofna. Þá er rakin saga aðildarfélaganna, allt frá berkladeildunum gömlu til þeirra félaga sem eru innan SÍBS í dag.

 

Bókin er yfir 400 bls. að stærð, aðgengilega uppsett, ríkulega myndskreytt og með fjölda rammagreina um sérstök og stundum skondin atriði í sögunni.

 

Starfsfólk Prentmets óskar SÍBS til hamingju með 75 árin og glæsilega sögu sem er komin í þetta merkilega rit sem allir ættu að lesa

 

SÍBS bók

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson