Prentmet Logo

Fréttir

Starfsmenn Prentmets fengu góða fræðslu um umhverfismál

Fimmtudaginn 19. september fengum við í Prentmeti Önnu Sigurveigu Ragnarsdóttur, fulltrúa og sérfræðing frá Umhverfisstofnun, til að halda fyrirlestur um Svaninn og umhverfið. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.

Hún ræddi meðal annars um ávinning fyrirtækja með Svansvottun t.d.

 • Samkeppni
  • Fyrirtæki með umhverfisstefnu/vottun
  • Opinber innkaup
  • Grænt hagkerfi
 • Fylgst betur með innkaupum
 • Minna um hættuleg efni
 • Jákvætt starfsumhverfi
 • Gæðakerfi
 • Minna álag á umhverfið

Farið var stuttlega yfir ný viðmið sem prentsmiðjur þurfa að uppfylla fyrir Svaninn. Einnig ræddi hún almennt um skaðleg efni í umhverfinu. Við þökkum Önnu kærlega fyrir gagnlegan fyrirlestur.

 

fraedslufundur-1

fraedslufundur-2

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson