Prentmet Logo

Fréttir

Hrós til starfsfólks Prentmets vegna þjónstukorts fyrir Rángárþing og Mýrdal

Út er komið þjónustukortið Power & Purity fyrir Rangárþing og Mýrdal. Útgefandi er Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra og Áshreppur. Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfullrúi Rangárþings eystra sá um framkvæmd verksins. Prentmet sá um alla prentvinnslu, allt frá umbroti að prentun og bókbandi og fékk mikið lof fyrir góða frammistöðu og skjót vinnubrögð þegar kom að allri vinnslu á kortinu eins og kemur fram hér í bréfi til starfsfólks:

 

Kæru starfsmenn Prentmet

Við sem stöndum að þjónustukortinu Power & Purity þökkum ykkur kærlega fyrir þá vinnu sem þið lögðuð í kortið og þau skjótu viðbrögð sem þið sýnduð þegar komið var í neyðarástand í héraði. Kortið er frábærlega vel heppnað og vel unnið af ykkar hálfu.

Árný Lára Karvelsdóttir
Markaðs- og kynningarfulltrúi

 

 tjonustukort 2

 

tjonustukort 1

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson