Prentmet Logo

Fréttir

Íslenska Hamborgarabókin prentuð í Prentmet

Prentmet hefur prentað „Íslensku hamborgarabókina“ sem er komin út eftir Svavar Halldórsson. Í bókinni eru tugir uppskrifta að hamborgurum. Þar er ýmist að finna hamborgara úr nautakjöti, hrefnu, laxi, hreindýrakjöti eða humri. Einnig er að finna uppskriftir að meðlæti. Aðaláhersla Svavars er að nota gott hráefni í hamborgarana.

 

Prentmet sá um allt prentverk og bókband en umbrot og hönnun var í höndum Einars Þórs Guðmundssonar og Torfa Ásgeirssonar. Útgefandi er Íslenskur matur og matarmenning ehf. Myndform ehf sér um dreifingu.

 

Prentmet óskar Svavari til hamingju með flotta bók og hvetur alla Íslendinga til að prófa þessar spennandi uppskriftir sem hann hefur fram að færa. 

 

islenska hamborgarabokin

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson