Prentmet Logo

Fréttir

Hressir skátakrakkar í heimsókn

Fimmtudaginn 4. júlí komu krakkar úr „Útilífsskóla skáta á Álftanesi“ í sína árlegu heimsókn í Prentmet ásamt leiðbeinendum.

 

Eftir smá-kynningu í fundarsal Prentmets marseraði allur hópurinn um fyrirtækið og skoðaði það sem þar fer fram. Að því loknu var þeim svo boðið upp á „safa og kleinur“ og eftir spjall um prentvinnslu voru allir leystir út með gjöfum (sögunni um Ýmu tröllastelpu eftir annan eigenda Prentmets: Ingibjörgu Steinunni Ingjaldsdóttur; dagatölum; skrifblokkum og pennum). Eftir þessa heimsókn ætlaði hópurinn svo í markarferð í Elliðaárdalinn undir styrkri stjórn leiðbeinenda sinna.

 

skatahopur

Glaðvær hópur framtíðarforingja.

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson