Prentmet Logo

Fréttir

Nemi í grafískri miðlun óskast til starfa

pm vesturPrentmet Vesturlands óskar eftir nema sem lokið hefur burtfararprófi í grafískri miðlun/prentsmíði. Fyrir réttan nema býðst námssamningur, sem er 48 vikna vinnustaðanám, og framtíðarráðning í lok námstímans. Starfið er aðallega fólgið í umbroti, hönnun, myndvinnslu, útskoti og móttöku verka og prentun á stafræna prentvél.  Gott er að viðkomandi hafi góða þekkingu á InDesign,  Illustrator, Photoshop, Acrobat og Excel.  Vinnutími er 8:00-16:30. Við mat á umsóknum verður tekið sérstakt tillit til  reynslu og þekkingar umsækjenda.

 

Prentmet býður upp á hágæða prentun þar sem hraði, gæði  og persónuleg þjónusta fara vel saman í framleiðslunni.   Lögð er rík áhersla á að starfsfólki líði vel á vinnustað.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri mannauðssviðs, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , s. 856 0601.

 

Smellið hér til að sækja um.  Umsóknarfrestur er til 12. júlí n.k.

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson