Prentmet Logo

Fréttir

Páskarnir byrja í Prentmeti

Starfsmenn Prentmets mættu í gulu í vinnuna í dag eða páskalegum klæðnaði í tilefni þess að nú styttist óðum í páskana.  Allir fengu páskaegg með málshætti.
Þetta er orðinn fastur liður hjá okkur hér í Prentmeti, skemmtileg tilbreyting sem brýtur upp daginn og eflir vinnuandann enn frekar.

Að sjálfsögðu prentar Prentmet all flesta málshættina fyrir sælgætisgerðirnar inn í páskaeggin og sér um toppa og umbúðir utan um flest eggin. Það eru alltaf að koma fleiri nýjungar í umbúðum, eins og páskaegg í fallegum öskjum sem Prentmet sér um að hanna og prenta.

Eins og alþjóð veit heldur kirkjan páska hátíðlega til þess að fagna upprisu Jesú Krists frá dauðum. Þess vegna eru páskarnir gleði- og sigurhátíð og eru þeir raunar elsta hátíð kristninnar. Af þeim sökum kölluðu kirkjufeðurnir páskana hátíð hátíðanna.  Starfsfólk Prentmets óskar öllum gleðilegra páska.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af gula þemanu hjá Prentmeti.

Páskarnir í frágangsdeildinni Jóhanna í bókhaldinu Gunni í filmudeildinni

Söludeildin og skrifstofan í páskagírnum Ingibjörg í umbrotinu Páskagula prentmetsfólkið Sara í fráganginum Helgi í límingadeildinni Tryggvi litaði hárið Selfoss fólkið klikkar aldrei :)

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson