Prentmet Logo

Fréttir

Tveir prentgripir sem prentaðir voru hjá Prentmeti unnu til verðlauna FÍT

Félag íslenskra teiknara, FÍT, afhenti á föstudaginn verðlaun í árlegri keppni félagsins, grafískum hönnuðum sem sköruðu framúr á síðasta ári. Tveir af þessum prentgripum voru prentaðir í Prentmeti. Bókin ð ævisaga eftir Stefán Pálsson fékk verðlaun í flokki bókahönnunar; hönnuðir Anton Kaldal, Gunnar Vilhjálmsson og Steinar Ingi Farestveit og bókin House Project hlaut verðlaun í flokknum bókakápur, hönnuður Ármann Agnarsson og viðurkenningu í flokknum bókahönnun og hlaut einni aðalverðlaun FÍT 2013. ð ævisaga – Sagan af því hvernig útdauður bókstafur varð óaðskiljanlegur hluti nútíma íslensku er ævintýraleg og fáum kunn. Ð-ið var tekið upp af íslenskum skrifurum á miðöldum en datt svo úr tísku og sást ekki í málinu í margar aldir.

 

House Project, First House – Second House – Third House, er um eitt meginverka Hreins Friðfinnssonar myndlistarmanns um mann sem sneri heimili sínu út á við og gerði heiminn að íverustað sínum í leiðinni, en verkið var sýnt í Hafnarborg í Hafnarfirði vorið 2012. Báðar þessar bækur voru gefnar út af Crymogeu og unnar í Prentmeti og hafa hönnuðir beggja prentgripanna lýst yfir mikilli ánægju með samvinnuna og fagleg vinnubrögð.

 

Starfsfólk Prentmets óskar verðlaunahöfunum hjartanlega til hamingju með verðlaunin og óskar þeim góðs gengis í framtíðinni

 

ð ævisaga First house

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson