Prentmet Logo

Fréttir

Öskudagurinn í Prentmeti 2013

Á öskudaginn mætir starfsfólk Prentmets í búningum og ýmsum gervum í vinnuna. Það er ekkert gefið eftir í ár en þetta er 10. árið í röð sem starfmenn gera sér og viðskiptavinum sínum glaðan dag með þessu skemmtilega uppátæki. Kosið er innanhúss um frumlegustu deildina/útibúið og búninginn og verða verðlaun veitt á fimmtudaginn. Þetta er skemmtilegur siður sem lyftir starfsandanum og kemur öllum í gott skap. Nú í ár tóku einnig nokkrir viðskiptavinir þátt í uppátækinu. Í fyrirtækinu má meðal annars sjá skvísur og herramenn frá Charleston-tímanum í spilavíti, sjúklinga, lík, drauga, víkinga, fótboltamenn, flagara, dólga, Mjallhvíti, kúreka, inverskan prinsessu. Austurlenskt þema var í Prentmeti Vesturlands á Akranesi þar sem Jasmine og Aladdin voru allsráðandi og í Prentmeti Suðurlands fór starfsfólk í hlutverk skurðlækna og skurðhjúkrunarfræðinga og rak Heilsubælið í Gervahverfi og þar var brugðist við niðurskurði ríkisstjórnarinnar.

 

 

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson