Prentmet Logo
Viðhorf til vinnu og verkefna

Fréttir

Viðhorf til vinnu og verkefna

Það má taka það fram að IBT býður þjálfun með það markmið að auka afköst fyrirtækja og einstaklinga.

Gunnar fjallaði á skemmtilegan hátt um það hvernig viðhorf okkar spila lykilhlutverkið í hversu góðum árangri við náum í því sem við tökum okkur fyrir hendur:

Viðhorf til verkefna

Viðhorf til náms og nýjunga

Viðhorf til vinnufélaga

Viðhorf til…….það má lengi telja!


Hvað drífur okkur áfram, hvað fær okkur til að vakna á morgnana? Hvernig virkjum við enn frekar kraftinn sem býr í okkur?


Það skiptir miklu máli að skipuleggja sig vel, forgangsraða verkefnum og ganga í þau strax. Við verðum oft fyrir miklum truflunum í vinnunni sem hindra okkur í að ná markmiðum okkar. Gunnar sýndi okkur góðar leiðir til þess að ná meiri afköstum út úr vinnudeginum. Fyrirlesturinn var mjög áhugaverður og starfsf'ólk mjög virkt í að taka þátt í umræðum.

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson