Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Prentmet og Oddi hafa komist að samkomulagi um að Prentmet kaupi alla prentvinnslu Odda ásamt tækjum. Kaupin eru gerð meðal annars með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda. Sameinuð prentsmiðja verður rekin að Höfðabakka 7 þar sem Oddi er til húsa, en rúmlega 100 manns munu starfa hjá sameinuðu fyrirtæki. Sameinuð velta fyrirtækjanna var um 1900 milljónir króna árið 2018.

Íslenskur prentiðnaður er í harðri alþjóðlegri samkeppni þar sem samkeppnishæfni innlendrar framleiðslu hefur beðið hnekki, m.a. vegna gengis- og launaþróunar. Prentmet mun snúa vörn í sókn til að tryggja framleiðslu á prentverki á Íslandi til lengri tíma. Með kaupunum verður til sterkt fyrirtæki á íslenskum prentmarkaði sem getur boðið upp á heildarlausnir í prentverki og fyrsta flokks þjónustu, byggt á áratuga reynslu og þekkingu beggja aðila.

Prentsmiðjan Oddi er 76 ára gamalt félag sem upphaflega var stofnað um prentverk en hefur einnig framleitt og flutt inn gæðaumbúðir síðastliðin ár. Sala á framleiðsluhluta Odda felur í sér lokaskrefið í grundvallarbreytingu félagsins úr framleiðslufélagi í sölu og markaðsfélag sem einbeitir sér að umbúðum og umbúðalausnum til annarra fyrirtækja. Í kjölfar breytinganna mun Kassagerðin ehf., sem er að fullu í eigu móðurfélags Odda, einbeita sér að sölu innfluttra umbúða til viðskiptavina, með enn sterkara vöruvali og öflugri þjónustu.

Prentmet var stofnað árið 1992 og rekið af þeim hjónum Guðmundi Ragnari Guðmundssyni og Ingibjörgu Steinunni Ingjaldsdóttir með hraða, gæði og persónulega þjónustu að leiðarljósi, og hefur verið fullbúin prentsmiðja frá 1995. Frá þeim tíma hefur Prentmet aukið við þjónustu og gæði í íslensku prentverki og fært jafnt og þétt út kvíarnar, m.a. með kaupum á prentverki um allt land. Guðmundur Ragnar var á meistarasamning hjá Odda 1985-1988 og nam í framhaldi nu nám í Rekstrarfræðum við Háskólann á Bifröst. Í kjölfar kaupa á prentvinnslu Odda verður hið sameinaða fyrirtæki enn betur í stakk búið til að sinna öllum prentverkefnum frá upphafi til fullbúinnar.

„Kaupin á prentvinnslu Odda eru frábært tækifæri fyrir okkur, og munu hjálpa mikið til við að auka samkeppnishæfni íslensks prentverks ásamt því að auka vöruúrval og þjónustustig fyrirtækisins,” segir Guðmundur Ragnar, framkvæmdastjóri Prentmets. „Staðan í prentiðnaðinum hér á landi er þannig að það er nauðsynlegt að sameina fyrirtæki og efla iðnaðinn til framtíðar. Við hjónin teljum okkur vera að taka stórt skref í þá átt með þessum kaupum.”

Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Odda segist ánægður fyrir hönd íslensks prentiðnaðar að þessi kaup hafið verið undirrituð. „Með þessari sameiningu stendur öflugra félag eftir sem getur tryggt íslenskt prentverk og framleiðslu inn í framtíðina. Ég hef fulla trú á þeim hjónum Guðmundi Ragnari og Ingibjörgu Steinunni í næstu skrefum og hlakka til að fylgjast með þeim í framtíðinni.”

Prentmet kaupir Prentlausnir

Prentmet ehf. hefur keypt fyrirtækið Prentlausnir af Erni Valdimarssyni. Prentlausinir hafa boðið upp á stafræna prentun og hönnunarvef fyrir viðskiptavini sína.
Hægt er sækja hönnunarforriti til að setja upp nafnspjöld, reikninga, umslög, bréfsefni, dagatöl, kort, myndaalbúm o.fl. Prentlausnir var fyrsta fyrirtækið á landinu
að bjóða upp þennan valkost. Rekstur og tæki munu sameinast Prentmet og flytjast í höfðustöðvar Prentmets að Lynghálsi 1. Viðskiptavinir útibúa Prentmets munu
einnig geta nýtt sér þennan valkost. Samkvæmt eigendum Prentmets styrkir þetta aukna sjálfvirkni og eykur þetta ennþá meiri breidd í þjónustu við viðskiptavini.

Nýr vélamaður í umbúðadeild

Í dag hóf Kevin Lee Sevilla störf hjá okkur sem vélamaður í umbúðadeildinni.

Kevin starfaði sem vélamaður í Plastprent og síðan Odda frá 2004-2008 og sem verkstjóri í Odda frá 2008 til vorsins 2018.

Hann er fæddur í Bandaríkjunum og er kvæntur Bryndísi Guðmundsdóttir þroskaþjálfara og eiga þau tvö börn.
Kevin er mikill fjölskyldumaður og nýtur þess að stunda útivist og ferðalög með sínu fólki.

Við bjóðum hann hjartanlega velkomin í okkar góða lið.

Grafískur miðlari / Prentsmiður á Akranesi

Ritari óskast í 50% starf

Undirritun á samning um sköpun á 2.200 störfum

2.200 ný störf – Samningur undirritaður hjá Prentmet í morgun

Undirritun á samning um sköpun á 2.200 störfumÍ morgun var undirrituð samstarfsyfirlýsing ríkis, sveitarfélaga, stéttarfélaga og atvinnurekenda um nýtt átaksverkefni gegn atvinnuleysi. Undirritun fór fram hjá Prentmeti, Lynghálsi í Reykjavík en um er að ræða samstarfsyfirlýsingu milli velferðarráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Alþýðusambands Íslands, Bandalags háskólamanna, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka atvinnulífsins, Vinnumálastofnunar, VIRK starfsendurhæfingar-sjóðs  og Starfs vinnumiðlunar og ráðgjafar um nýtt átaksverkefni gegn atvinnuleysi.

 

„Markmið verkefnisins er að virkja atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt eða munu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins til þátttöku að nýju á vinnumarkaði. Samtals er um að ræða 3.700 atvinnuleitendur og er markmiðið að þeim verði öllum boðin vinna eða starfsendurhæfing á árinu 2013. Þannig á að tryggja að enginn falli af atvinnuleysisbótum án þess að fá slíkt tilboð“, segir í fréttatilkynningu um málið.

 

Reykjavíkurborg mun skapa 325 störf
Áætlað er að 60% taki tilboði um vinnu og þurfa samtals 2.200 sex mánaða störf að vera í boði á árinu 2013. Sveitarfélög munu að lágmarki skapa 660 starfstengd vinnumarkaðsúrræði (30%) á tímabilinu, ríki 220 starfstengd vinnumarkaðsúrræði (10%) og almenni vinnumarkaðurinn 1.320 starfstengd vinnumarkaðsúrræði (60%).

 

Við sama tækifæri undirrituðu Jón Gnarr, borgarstjóri, og Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra,samning um útfærslu verkefnisins í Reykjavík en borgin mun skapa 325 störf. Alls munu verða til rúmlega 1.000 störf fyrir langtímaatvinnuleitendur í Reykjavík.

20121212 samningur 01 20121212 samningur 02 20121212 samningur 03 20121212 samningur 04 20121212 samningur 05

Akranes heima við hafið

Glæsiverk prentað í Prentmet – Akranes heima við hafið

Akranes heima við hafið

Glæsileg listaverkabók „Akranes heima við hafið“ eftir Baska – Bjarna Skúla Ketilsson er komin út.  Bókin er prentuð í Prentmeti en gefin út af honum sjálfum.  Baski er borinn og barnfæddur Akurnesingur.  Í þessari bók hefur Baski málað myndir sem hann lýsir sem hversdagsupplifun frá æskuárum sínum á Akranesi.   

 

Góð lýsing er á bókinni aftan á kápu:  „Í bókinni Akranes heima við hafið gefur að líta röð málverka sem myndlistarmaðurinn Baski – Bjarni Skúli Ketilsson – hefur málað og lýsir sjálfur sem „minningum á striga“.  Hverri mynd fylgir stutt saga, endurminning frá Akranesi, skráð samkvæmt frásögn Baska af hollenskum rithöfundi, Maria van Mierlo, sem heimsótti hann vikulega á vinnustofuna í hálft ár og fylgdist með verkunum verða til. Jafnt myndir sem sögur byggja á upplifun listamannsins, hann kallar fram í hugann liðna atburði, fólk og staði úr fortíðinni og tjáir áhrifin á sinn persónulega hátt.  Útkoman er þessi einstaka bók, unnin af gleði, hlýju og þakklæti til bæjarins þar sem listamaðurinn sleit barnaskónum – Akraness‘‘.

 

Hér má finna Facebook síðu Akranes heima við hafið

 

 

 

Eigendur Prentmets og prentsmiðjustjóri í Vesturlandsútibúi taka við umhverfisvottun Svansins

Svanurinn lentur á Akranesi

Eigendur Prentmets og prentsmiðjustjóri í Vesturlandsútibúi taka við umhverfisvottun SvansinsPrentmet Vesturlands á Akranesi hefur nú fengið vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Í hófi sl. föstudag afhenti Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Þórði Elíassyni, prentsmiðjustjóra Svansleyfið. Auk Kristínar Lindu tóku til máls Þórður Elíasson prentsmiðjustjóri, Jón Pálmi Pálsson bæjarstjóri á Akranesi og eigendur Prentmets, hjónin Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir og Guðmundur Ragnar Guðmundsson.
 
Prentsmiðjan á Akranesi var stofnuð árið 1942 og hét þá Prentverk Akraness. Prentmet tók við rekstrinum í desember árið 2000 og fékk fyrirtækið þá nafnið Prentmet Vesturlands. Svanurinn er því kærkomin gjöf á 70 ára afmælisárinu.
 
Prentmet Vesturlands á Akranesi er fyrsta fyrirtækið á Vesturlandi til þess að hljóta Svansvottunina og önnur prentsmiðjan utan höfuðborgarsvæðisins, næst á eftir Prentmeti Suðurlands á Selfossi. Prentmet í Reykjavík fékk Svansvottun í júlí 2011. Starfsfólk Prentmets hefur frá stofnun fyrirtækisins lagt sig fram við að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif starfseminnar.

Auglýsingablaðið Pósturinn, sem Prentmet Vesturlands gefur út, er fyrsta auglýsingablaðið á landsbyggðinni sem hefur leyfi til þess að nota Svaninn, norræna umhverfismerkið.

Svansmerking fyrir prentsmiðjur

Kröfur Svansins fyrir prentsmiðjur eru mjög strangar, sérstaklega hvað varðar efnanotkun, sem er þýðingarmesti umhverfisþátturinn í rekstri prentsmiðja en auk þess er:
– Lögð áhersla á notkun umhverfismerkts eða endurunnins pappírs við prentunina.
– Hlutfall úrgangspappírs við framleiðsluna lágmarkaður
– Flokkun úrgangs ásamt réttri meðhöndlun hættulegra efna er tryggð.
– Hvatt til notkunar endurnýjanlegra orkugjafa og lágmörkunar á orkunotkun við framleiðsluna.
– Hvatt til þess að valdar séu umhverfismerktar vörur og þjónusta í innkaupum.
– Gerð er krafa um reglulega þjálfun og fræðslu starfsmanna ásamt ferlum til að stýra umhverfisstarfi.
– Tryggt er að fyrirtækið uppfylli öll lög og reglugerðir sem eiga við starfsemina.

 

 

Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir heldur ræðu við móttöku Svansvottunar Þórður prentsmiðjustjóri tekur við umhverfisvottun Svansins Eigendur Prentmets, prentsmiðjustjóri á Vesturlandi og fulltrúi Umhverfisstofnunar Starfsfólk Prentmets ásamt Kristínu Lindu Árnadóttur og Önnu Sigurveigu Ragnarsdóttur frá Umhverfisstofnun.

Arngunnur yr

Glæsiverk um líf og list Arngunnar Ýrar

Arngunnur yr

Út er komin glæsileg bók um líf og list myndlistarkonunnar Arngunnar Ýrar, en bókin er prentuð hér í Prentmeti.  Höfundar hennar ásamt Arngunni Ýr eru John Zarobell, frá nútimalistasafni San Fransiskó, Stephan Jost, Maria Porges, Enrique Chagoya, Jón Proppé og Shauna Laurel Jones. Þýðandi er dr. Þuríður Rúrí Jónsdóttir, ljósmyndarar Bára Kristinsdóttir, Ívar Brynjólfsson og fleiri. Hönnuður bókarinnar er Brynja Baldursdóttur.  Bókin er 264 bls. og er gefin út af Reykjavík Art Gallery.
Nú stendur yfir stór yfirlitssýning á verkum Arngunnar Ýrar í Reykjavík Art Gallery, Skúlagötu 30 og stendur hún til 23. nóvember.

 

20091005 yma

Baráttudagurinn gegn einelti í dag 8. nóvember.

20091005 ymaÍ dag 8. nóvember er baráttudagurinn gegn einelti. Prentmet sýndi þessum degi virðingu með því að láta viðvörunarbjöllur hljóma kl. 13.00 í sjö mínútur. Starfsmenn eru hvattir til þess að setja sig í spor þolenda eineltis og afleiðingar þess og einnig til þess að skrifa undir þjóðarsáttmála um baráttu gegn einelti. Prentmet stendur árlega fyrir forvarnarátakinu um Ýmu tröllastelpu, Ég vil fá að vera ég sjálf, sem er ætlað öllum 6 ára börnum á Íslandi í samstarfi við Olweusarverkefnið gegn einelti. Bókin er gjöf frá Prentmeti og hefur verið gefin út ár hvert frá 2002.

 

Tilgangurinn er fyrst og fremst að vekja alla til umhugsunar um hve mikilvægt það er að öll börn þori að vera – og geti verið – þau sjálf. Einnig að þau njóti sín í leik og starfi á eigin forsendum.

 

Kannanir sýna að efnið er notað í kennslustundum eins og lífsleikni og á bekkjarfundum. Eineltishringurinn er mikið notaður í umræðunni um Ýmu. Efnið hjálpar nemendum að setja sig í spor annarra og er gott umræðuefni um líðan í bekknum, gott viðfangsefni um fjölmenningu og vel til þess fallið að ræða það að engir tveir eru eins.

 

Ýma er eins konar tákngervingur fyrir markmið og tilgang þeirra sem berjast gegn einelti. Hún fer aðeins fram á að fá að vera hún sjálf, sama hvað aðrir segja um hana. Það getur hver sem er orðið fyrir einelti og því er mikilvægt að stuðla að umhverfi sem kemur í veg fyrir slíkt.

 

Aðferðafræði Ýmuverkefnisins og Olweusarverkefnisins á erindi alls staðar í samfélaginu, í skólakerfinu sem og á öðrum vinnustöðum. Okkur þarf öllum að líða vel í umhverfi okkar svo við fáum að blómstra og náum sem bestum árangri í leik og starfi. Rík áhersla er lögð á það í stefnu fyrirtækisins að öllum líði vel í vinnustaðnum.

 

Sáttmálinn
Verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti hefur ákveðið að helga 8. nóvember ár hvert baráttunni gegn einelti. Slíkur baráttudagur var fyrst haldinn árið 2011 og markmiðið með deginum er og var að vekja sérstaka athygli á málefninu. Undirritun fulltrúa félaga, samtaka og opinberra stofnana á þjóðarsáttmála gegn einelti var þar einn liður. Sáttmálinn er einnig grunnur að frekari vinnu, við hann má bæta og miða í þeim efnum við þarfir þeirra fjölmörgu félaga, samtaka og stofnanna er undirrituð sáttmálann í Höfða í fyrra. Sáttmálan má því útfæra enn frekar með undirmarkmiðum og fjölbreyttum verkefnum.
Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti

„Við undirrituð skuldbindum okkur til þess að vinna af alefli og einurð gegn einelti í samfélagi okkar. Við munum standa vörð um rétt fólks til þess að lifa í sátt og samlyndi við umhverfi sitt. Við munum sérstaklega gæta réttar barna og ungmenna sem og einnig allra hópa sem ekki eiga sér málsvara eða sterka rödd.
Við munum öll hvert á okkar sviði, skuldbinda okkur til þess að hafa áhrif til góðs á nánasta umhverfi okkar. Við ætlum að vera góð fyrirmynd og leggja okkar af mörkum til þess að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er“.

 

Sýndu í verki að þú sért á móti einelti og skrifaðu undir
Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti undirritaður af samstarfsaðilum