Prentmet fullvinnur allar tegundir bóka

Vegna fréttaflutnings undanfarna daga vilja forráðamenn Prentmets leiðrétta þann misskilning að ekki sé hægt að endurprenta jólabækur hérlendis. Árið 2003 keypti Prentmet Félagsbókbandið Bókfell og samhliða því kom mikið af reynslumiklu starfsfólki til starfa hjá Prentmet.

Prentmet er í dag eina prentsmiðja landsins sem getur fullunnið harðspjaldabækur og getur framleitt allar gerðir bóka. Höfum í gegnum tíðina unnið með fremstu bókahönnuðum landsins í hefðbundinni og óhefðbundinni bókaframleiðslu.

Það er ósk okkar hjá Prentmet að fjölmiðlar leiðrétti þennan misskilning að ekki sé hægt að framleiða harðspjalda bækur á Íslandi.

 

 

 

 

Forsíða á dagatali

Dagatal 2019 – Mannsævin

Dagatölin okkar fyrir 2019 eru komin út. Þema ársins er mannsævin. Ragnheiður Arngrímsdóttir, ljósmyndari tók myndir af fólki á aldrinum fögra mánaða til níræðisaldurs.  Myndirnar endurspegla hvað er einkennandi á hverju aldursbili fyrir sig.

Við þökkum okkar fólki, ljósmyndaranum og öllum fyrirsætum fyrir frábæra útkomu. Eitt eintak af dagatalinu verður nú sent á öll fyrirtæki landsins á næstu dögum. Einstaklingum býðst einnig að kaupa dagatalið á vægu verði í Prentmet.

Fyrirsætur í dagatali Prentmets 2019:

 1. Hólmar Páll Snorrason
 2. Hjördís Þórarinsdóttir
 3. Harpa Örvarsdóttir
 4. Alexander Hrafn Árnason
 5. Elísa Sól Sigurðardóttir
 6. Arnaldur Þór Guðmundsson
 7. Birgitta Steingrímsdóttir, Einar Marvinsson, Marvin Ingi Einarsson
 8. Björgvin Rúnar Valentínusson, Alexander Örn Björgvinsson
 9. Sigrún Björg Ingvarsdóttir
 10. Gunnar Þór Halldórsson
 11. Þuríður Sigurðardóttir
 12. Marteinn Viggósson

   Komið úr prentunDagatal í prentunDagatal í skurði

Prentmet kaupir Prentlausnir

Prentmet ehf. hefur keypt fyrirtækið Prentlausnir af Erni Valdimarssyni. Prentlausinir hafa boðið upp á stafræna prentun og hönnunarvef fyrir viðskiptavini sína.
Hægt er sækja hönnunarforriti til að setja upp nafnspjöld, reikninga, umslög, bréfsefni, dagatöl, kort, myndaalbúm o.fl. Prentlausnir var fyrsta fyrirtækið á landinu
að bjóða upp þennan valkost. Rekstur og tæki munu sameinast Prentmet og flytjast í höfðustöðvar Prentmets að Lynghálsi 1. Viðskiptavinir útibúa Prentmets munu
einnig geta nýtt sér þennan valkost. Samkvæmt eigendum Prentmets styrkir þetta aukna sjálfvirkni og eykur þetta ennþá meiri breidd í þjónustu við viðskiptavini.

Nýr vélamaður í umbúðadeild

Í dag hóf Kevin Lee Sevilla störf hjá okkur sem vélamaður í umbúðadeildinni.

Kevin starfaði sem vélamaður í Plastprent og síðan Odda frá 2004-2008 og sem verkstjóri í Odda frá 2008 til vorsins 2018.

Hann er fæddur í Bandaríkjunum og er kvæntur Bryndísi Guðmundsdóttir þroskaþjálfara og eiga þau tvö börn.
Kevin er mikill fjölskyldumaður og nýtur þess að stunda útivist og ferðalög með sínu fólki.

Við bjóðum hann hjartanlega velkomin í okkar góða lið.

Grafískur miðlari / Prentsmiður á Akranesi

Lokað vegna landsleiks 22.6

Við ætlum öll að styðja strákana okkar á morgun. Áfram Ísland !!! 🇮🇸😀

Ritari óskast í 50% starf

Starfsfólk

Undirritun á samning um sköpun á 2.200 störfum

2.200 ný störf – Samningur undirritaður hjá Prentmet í morgun

Undirritun á samning um sköpun á 2.200 störfumÍ morgun var undirrituð samstarfsyfirlýsing ríkis, sveitarfélaga, stéttarfélaga og atvinnurekenda um nýtt átaksverkefni gegn atvinnuleysi. Undirritun fór fram hjá Prentmeti, Lynghálsi í Reykjavík en um er að ræða samstarfsyfirlýsingu milli velferðarráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Alþýðusambands Íslands, Bandalags háskólamanna, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka atvinnulífsins, Vinnumálastofnunar, VIRK starfsendurhæfingar-sjóðs  og Starfs vinnumiðlunar og ráðgjafar um nýtt átaksverkefni gegn atvinnuleysi.

 

„Markmið verkefnisins er að virkja atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt eða munu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins til þátttöku að nýju á vinnumarkaði. Samtals er um að ræða 3.700 atvinnuleitendur og er markmiðið að þeim verði öllum boðin vinna eða starfsendurhæfing á árinu 2013. Þannig á að tryggja að enginn falli af atvinnuleysisbótum án þess að fá slíkt tilboð“, segir í fréttatilkynningu um málið.

 

Reykjavíkurborg mun skapa 325 störf
Áætlað er að 60% taki tilboði um vinnu og þurfa samtals 2.200 sex mánaða störf að vera í boði á árinu 2013. Sveitarfélög munu að lágmarki skapa 660 starfstengd vinnumarkaðsúrræði (30%) á tímabilinu, ríki 220 starfstengd vinnumarkaðsúrræði (10%) og almenni vinnumarkaðurinn 1.320 starfstengd vinnumarkaðsúrræði (60%).

 

Við sama tækifæri undirrituðu Jón Gnarr, borgarstjóri, og Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra,samning um útfærslu verkefnisins í Reykjavík en borgin mun skapa 325 störf. Alls munu verða til rúmlega 1.000 störf fyrir langtímaatvinnuleitendur í Reykjavík.

20121212 samningur 01 20121212 samningur 02 20121212 samningur 03 20121212 samningur 04 20121212 samningur 05

Akranes heima við hafið

Glæsiverk prentað í Prentmet – Akranes heima við hafið

Akranes heima við hafið

Glæsileg listaverkabók „Akranes heima við hafið“ eftir Baska – Bjarna Skúla Ketilsson er komin út.  Bókin er prentuð í Prentmeti en gefin út af honum sjálfum.  Baski er borinn og barnfæddur Akurnesingur.  Í þessari bók hefur Baski málað myndir sem hann lýsir sem hversdagsupplifun frá æskuárum sínum á Akranesi.   

 

Góð lýsing er á bókinni aftan á kápu:  „Í bókinni Akranes heima við hafið gefur að líta röð málverka sem myndlistarmaðurinn Baski – Bjarni Skúli Ketilsson – hefur málað og lýsir sjálfur sem „minningum á striga“.  Hverri mynd fylgir stutt saga, endurminning frá Akranesi, skráð samkvæmt frásögn Baska af hollenskum rithöfundi, Maria van Mierlo, sem heimsótti hann vikulega á vinnustofuna í hálft ár og fylgdist með verkunum verða til. Jafnt myndir sem sögur byggja á upplifun listamannsins, hann kallar fram í hugann liðna atburði, fólk og staði úr fortíðinni og tjáir áhrifin á sinn persónulega hátt.  Útkoman er þessi einstaka bók, unnin af gleði, hlýju og þakklæti til bæjarins þar sem listamaðurinn sleit barnaskónum – Akraness‘‘.

 

Hér má finna Facebook síðu Akranes heima við hafið