Prentmet Logo

Starfsmannafélag Prentmets

Í Prentmet er mjög öflugt félagslíf hjá starfsmönnum og hjá okkur er starfrækt Starfsmannafélag Prentmets sem er öflugt félag. SFP stendur fyrir margvíslegum viðburðum nokkrum sinnum á ári ásamt því að fyrirtækið sjálft hefur kostað til Jólaballs og sumarferðar ár hvert. Þeir viðburðir sem falla undir hatt starfsmannafélagsins eru Árshátíð og Jólahlaðborð en einnig eru margvíslegir viðburðir á borð við leikhúsferðir, óvissuferðir, ævintýraferðir, fjallgöngur og grillveislur ár hvert. Markmið félagsins eru að halda uppi öflugu félagslífi og efla samhug starfsmanna.

 

Prentmet er fjölskylduvænt fyrirtæki og við höldum uppi þeim merkjum í rekstri starfsmannafélagsins. Viðburðir á vegum SFP eru aldrei makalausir og sífellt meira er gert af fjölskylduvænum ferðum þar sem börn og makar hafa kost á að taka þátt og vera með í hópnum.

 

Prentmet er góður og hress vinnustaður og ánægðir starfsmenn eru okkar besta sönnun um það.

Heildarlausnir
í prentun

Hjá okkur getur þú fundið þá lausn sem hentar þér best.
Þú getur bæði fengið tilboð í staka vöru eða fengið tilboð í
heildarpakkann eins og t.d. skrifstofuvörur fyrir fyrirtækið.

Fáðu tilboð eða hafðu samband við ráðgjafa okkar:

 

Öflugt þjónustunet

Við bjóðum uppá prentþjónustu fyrir allt landið og rekum útibú á Vesturlandi og Suðurlandi auk höfuðstöðva í Reykjavík. Við sendum hvert á land sem er.

Höfuðborgarsvæðið

Lynghálsi 1, 110 Reykjavík, s: 5 600 600

Vesturland

Heiðargerði 22, 300 Akranesi, s: 431 1127

Suðurland

Eyravegi 25, 800 Selfossi, s: 482 1944

 

Fréttir af Prentmet

Lesa eldri fréttir

Skoðaðu miðlana okkar

 

Prentmet gefur út þrjá miðla á landsbyggðinni og eru það fréttablað á Suðurlandi, fréttavefur á Suðurlandi og sjónvarpsdagskrá á Vesturlandi. Allir miðlar Prentmets eru aðgengilegir lesendum frítt og er blöðunum dreift frítt í öll heimili og fyrirtæki, hvort í sínum landshluta. Blöðin eru jafnframt birt lesendum frítt á netinu.

 

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson